Þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20 verða verk sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynnt í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík. Óvenjumargir þýðendur eru tilnefndir til verðlaunna í ár en verkin eru fimm:
- Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson, í þýðingu Árna Óskarssonar
- Ljóðasafnið Neyðarútgangur eftir Ewu Lipska, í þýðingu Olgu Holownia, Áslaugar Agnarsdóttur, Braga Ólafssonar, Magnúsar Sigurðssonar og Óskars Árna Óskarssonar
- Leikritið Óþelló eftir William Shakespeare, í þýðingu Hallgríms Helgasonar
- Ljóðasöfnin Uppljómanir og Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud, í þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar
- Skáldsagan Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar
Þýðendur tilnefndu verkanna kynna þau, spjalla við áheyrendur og svara spurningum um verkin og vinnu sína.
Frekari upplýsingar um tilnefndu verkin má finna hér
Viðburðurinn er einnig kynntur á Facebook: https://www.facebook.com/events/248010378975665/
Aðgangur er ókeypis og allir unnendur góðra bóka eru hjartanlega velkomnir.
Í ár verða Íslensku þýðingaverðlaunin afhent miðvikudaginn 15. febrúar.