YFIRLIT YFIR ÞÝÐINGAR ÓLAFAR ELDJÁRN

 • Umbreytingin eftir Liv Ullman, 1977. Helgafell.
 • Kastaníugöngin eftir Deu Trier Mørch, 1979. Iðunn.
 • Miðbærinn eftir Deu Trier Mørch, 1981. Iðunn.
 • Purpuraliturinn eftir Alice Walker, 1986. Forlagið.
 • Heimur feigrar stéttar eftir Nadine Gordimer, 1990. Mál og menning.
 • Saga sonar míns eftir Nadine Gordimer, 1991. Mál og menning.
 • Dóttir Lúsifers (leikrit sýnt í Þjóðleikhúsinu) eftir William Luce, 1992.
 • Ferð allra ferða (smásögur) eftir Nadine Gordimer, 1993. Mál og menning.
 • Dagbók steinsins eftir Carol Shields, 1996. Mál og menning.
 • Guð hins smáa eftir Arundhati Roy, 1998. Forlagið.
 • Myrtusviður eftir Murray Bail, 2002. Mál og menning.
 • Og svo varð afi draugur (barnabók) eftir Kim Fups Aakeson, 2004. Vaka-Helgafell.
 • Undantekningin eftir Christian Jungersen, 2006. Mál og menning.
 • Dóttir myndasmiðsins eftir Kim Edwards, 2008. Mál og menning.
 • Barnið í ferðatöskunni eftir Lene Kaaberbøl og Agnete Friis, 2010. Mál og menning.
 • Húshjálpin eftir Kathryn Stockett, 2011. JPV útgáfa.
 • 23 atriði um kapítalisma eftir Ha-Joon Chang, 2012, JPV útgáfa.
 • Herbergi eftir Emmu Donoghue, 2012. Mál og menning.
 • Sækið ljósuna eftir Jennifer Worth, 2013. Forlagið.
 • Meistari allra meina eftir Siddhartha Mukherjee, 2015. Forlagið.
 • Heimför eftir Yaa Gyasi, 2017. Forlagið.

Einnig tvær smásögur, Stríðið á baðherberginu eftir Margaret Atwood (þýdd fyrir RÚV 1991 og flutt þar) og Þegar kölski kemst heim um jólin eftir Robertson Davies (Jón á Bægisá, tímarit þýðenda, 1994).

Auk þess ýmsar þýðingar á fræðasviði, fyrst og fremt varðandi listfræði (ýmislegt fyrir Listasafn Reykjavíkur og kafli Evu Heisler í Íslenskri listasögu fyrir Listasafn Íslands, 2011) en líka um endurskoðun, hagfræði og náttúruvísindi.