Ráðstefnan hefst 1. júní í Háskólabíói með málstofu og sýningu Draumalandsins sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. 2. og 3. júní verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika og 2. og 4. júní verður boðið upp á sérstaka fyrirlestra í Silfurbergi, Hörpu. Einnig verður boðið upp á höfundakvöld með innlendum og erlendum rithöfundum í Norræna húsinu, en meðal íslenskra þátttakenda eru Jón Gnarr, Elísabet Jökulsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson slítur ráðstefnunni á eftir síðasta fyrirlestrinum í Hörpu 4. júní.

Á ráðstefnunni verða málstofur sem tengjast sérstaklega þýðendum:

  • The Nonfiction-in-Translation Crisis – And What We Can Do About It
  • Translating your Way into the Lyric Essay
  • Found in Translation: Connecting Cultural Heritage and Community through Sight and Sound

Skoðið dagskrána og skráið ykkur á ráðstefnuna hér: www.nonfictionow.org

Einnig er hægt að kaupa miða á fyrirlestrana í Hörpu sérstaklega:

2. júní, kl. 15:45-16:45: Gretel Ehrlich
2. júní, kl. 19:30-20:30: Karl Ove Knausgaard
4. júní, kl. 10:00-11:00: Aisha Sabatini Sloan
4. júní, kl. 11:30-12:30: Wayne Koestenbaum

Miði á einn fyrirlestur kostar 1.000 kr. en 3.000 kr. á alla fjóra.

Kaupið miða hér: https://www.harpa.is/dagskra/

Bandaríski rithöfundurinn Gretel Ehrlich hefur gefið út 15 bækur og hefur unnið til verðlauna fyrir Solace Of Open Spaces, This Cold Heaven, Seven Seasons in Greenland og nú nýlega, Facing the Wave.

Norðmaðurinn Karl Ove Knausgaard sló rækilega í gegn með sjálfsævisögu sinni í sex hlutum, Min Kamp. Sumir gagnrýnendur telja hann vera mesta rithöfund Norðmanna á eftir Henrik Ibsen.

Hin unga Aisha Sabatini Sloan, sem kemur frá Bandaríkjunum, hefur hlotið lof fyrir sjálfsævisögu sína The Fluency of Light: Coming of Age in a Theater of Black and White og þegar unnið til verðlauna fyrir væntanlegt ritgerðasafn.

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Wayne Koestenbaum frá Bandaríkjunum hefur gefið út fjölda bóka og ljóðasafna, m.a. hina vinsælu The Queen’s Throat: Opera, Homosexuality, and the Mystery of Desire.

NonfictioNOW ráðstefnan, sem helguð er óskálduðu efni af öllum toga, var stofnuð í Bandaríkjunum árið 2005 og er haldin annað hvert ár. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin í Evrópu.