Verðlaunaafhending Ísnálarinnar 2016 (IcePick Award) fór fram í Norræna húsinu laugardaginn 19. nóvember. Verðlaunin, sem eru á vegum Iceland Noir, Hins íslenska glæpafélags og Þots, Bandalags þýðenda og túlka, eru veitt fyrir bestu þýðingu á glæpasögu. Eftirtaldir þýðendur voru tilnefndir:

  • Hin myrku djúp eftir Ann Cleeves; þýðandi Þórdís Bachmann. Útg. Ugla.
  • Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw; þýðandi Ragna Sigurðardóttir. Útg. Veröld.
  • Kólibrímorðin eftir Kati Hiekkapelto; þýðandi Sigurður Karlsson. Útg. Skrudda.
  • Meira blóð eftir Jo Nesbö; þýðandi Bjarni Gunnarsson. Útg. JPV.
  • Sjöunda barnið eftir Erik Valeur; þýðandi Eiríkur Brynjólfsson. Útg. Draumsýn.

Að þessu sinni hlaut Ragna Sigurðardóttir verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Konan í myrkrinu (Daglicht) eftir Marion Pauw.

Bandalagið óskar þýðendum til hamingju með tilnefninguna og Rögnu innilega til hamingju með verðlaunin!