Sep 30, 2025
Í tilefni dagsins langar okkur að deila myndbandi sem CEATL-samtökin (Samtök evrópskra þýðendafélaga) létu gera. Þar lesa nokkrir þýðendur upp úr þýðingu sinni á fyrstu bók um Línu langsokk. Er það vel við hæfi á 80 ára úgáfuafmæli bókarinar 🙂
Apr 23, 2025
Í dag er Dagur bókarinnar og óskum við öllum er koma að þýðingum, skrifum, útgáfu, sölu og lestri bóka innilega til hamingju með daginn! Í tilefni dagsins opnum við formlega nýju heimasíðuna okkar og birtum yfirlýsingu sem lesin var upp á Gljúfrasteini þegar Íslensku þýðingaverðlaunin voru afhent 22. febrúar sl.