Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 24. maí kl. 20.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Skýrsla formanns um starfið á liðnu ári
2. Reikningar lagðir fram til samþykkis
3. Formannskjör
4. Kosning þriggja stjórnarmanna
5. Kjör skoðunarmanna reikninga
6. Árgjald
7. Siðareglur Bandalags þýðenda og túlka (sjá 7. gr. laga)
8. Önnur mál

Úr stjórn eiga að ganga:
Magnea J. Matthíasdóttir
Jóhann R. Kristjánsson
Birna Imsland
Katrín Harðardóttir

Magnea J. Matthíasdóttir og Jóhann R. Kristjánsson gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Birna Imsland og Katrín Harðardóttir gefa kost á sér til endurkjörs.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til formennsku eða stjórnarsetu í Bandalagi þýðenda og túlka eru hvattir til að greina frá framboði sínu í tölvupósti til félagsins (thot@thot.is) eða til fráfarandi formanns (magneaj@gmail.com).

Samkvæmt 7. grein laga á að starfa siðanefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka. Í henni eiga að sitja þrír félagsmenn kosnir á aðalfundi. Áhugasamir félagar eru hvattir til að senda skilaboð til stjórnar (thot@thot.is) eða hafa samband við stjórnarmenn áður en aðalfundur hefst.

Tillaga að siðareglum verður kynnt á fundinum og síðan falin kjörinni siðanefnd til frekari úrvinnslu og kynningar innan félagsins. Siðareglurnar fylgja með í viðhengi.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

Stjórnin.